Kanna sameiningu slökkviliðanna á svæðinu
Ólafur Thordersen og Ellert Eiríksson lögðu fram ályktun um að skipuð yrði fimm manna nefnd til að meta kosti og galla sameiningar eldvarnareftirlits og/eða slökkviliðs. Nýjar reglur um brunamál og mengunarvarnir sem tóku gildi 1. janúar sl. hafa stóraukið verkskyldur slökkviliða. Fram kemur að sveitarfélög geti sameinast um einstaka þætti laganna s.s. eldvarnareftirlit, mengunaróhöpp og fleira. Í lögunum er einni kveðið á um möguleika á að sækja um styrk til Brunamálastofnunar til kanna hagkvæmni samruna/sameiningar.
Hallgrími Bogasyni, formanni bæjarráðs Grindavíkur fannst ekki ástæða til að skoða sameiningu þar sem fyrri sameiningar hafi ekki reynst vel fyrir bæjarfélagið. „Við hugsum þetta öðruvísi í Grindavík en þar erum við í þessu stöðuga útibúastandi. Ég hef ekki áhuga á að skoða þetta einu sinni því ég veit að þjónustan kemur til með að minnka“, sagði Hallgrímur. Reynir Sveinsson steig í pontu sem bæjarfulltrúi Sandgerðis, íbúi og slökkviliðssstjóri og var sammála Hallgrími. „Mig langar að rifja aðeins upp öryggismál í Sandgerði. Sú var tíðin að við höfðum lögreglubíl, lögreglumann og tvo fangaklefa. Síðan var þessu breytt og við vitum öll hvernig löggæslumálin fóru“, sagði Reynir og vísaði til umræðu um löggæslumál fyrr á fundinum. Hann lagði áherslu á samstarf við slökkviliðið á Keflavíkur flugvelli sem væri vel útbúið í eiturefnabúnaði og væri hann alfarið á móti því að leggja niður slökkviliðið í Sandgerði. Sigurður Valur Ásbjarnarson, sveitarstjóri Sandgerðis var á öndverðum meiði við flokksbróður sinn Reyni og fannst vel þess virði að skoða þessa mál og ekki væri úr vegi að bæta inn í þetta viðræðum við herinn og fá þá einnig í samstarf. Ólafur Thordersen sagði að ætlunin væri ekki að leggja niður slökkviliðin í bæjunum í kring heldur kanna samstarf sem myndi styrkja liðin með tilliti til þjálfunarmála, eldvarnareftirlits og mengunarmála. Ákveðið var að vísa tilllögunni til stjórnar til að athuga hvort vilji væri til að kanna sameiningu slökkviliða á Suðurnesjum.
Hallgrími Bogasyni, formanni bæjarráðs Grindavíkur fannst ekki ástæða til að skoða sameiningu þar sem fyrri sameiningar hafi ekki reynst vel fyrir bæjarfélagið. „Við hugsum þetta öðruvísi í Grindavík en þar erum við í þessu stöðuga útibúastandi. Ég hef ekki áhuga á að skoða þetta einu sinni því ég veit að þjónustan kemur til með að minnka“, sagði Hallgrímur. Reynir Sveinsson steig í pontu sem bæjarfulltrúi Sandgerðis, íbúi og slökkviliðssstjóri og var sammála Hallgrími. „Mig langar að rifja aðeins upp öryggismál í Sandgerði. Sú var tíðin að við höfðum lögreglubíl, lögreglumann og tvo fangaklefa. Síðan var þessu breytt og við vitum öll hvernig löggæslumálin fóru“, sagði Reynir og vísaði til umræðu um löggæslumál fyrr á fundinum. Hann lagði áherslu á samstarf við slökkviliðið á Keflavíkur flugvelli sem væri vel útbúið í eiturefnabúnaði og væri hann alfarið á móti því að leggja niður slökkviliðið í Sandgerði. Sigurður Valur Ásbjarnarson, sveitarstjóri Sandgerðis var á öndverðum meiði við flokksbróður sinn Reyni og fannst vel þess virði að skoða þessa mál og ekki væri úr vegi að bæta inn í þetta viðræðum við herinn og fá þá einnig í samstarf. Ólafur Thordersen sagði að ætlunin væri ekki að leggja niður slökkviliðin í bæjunum í kring heldur kanna samstarf sem myndi styrkja liðin með tilliti til þjálfunarmála, eldvarnareftirlits og mengunarmála. Ákveðið var að vísa tilllögunni til stjórnar til að athuga hvort vilji væri til að kanna sameiningu slökkviliða á Suðurnesjum.