Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kanna að breyta frístundasvæði í íbúðabyggð
Laugardagur 14. nóvember 2020 kl. 10:27

Kanna að breyta frístundasvæði í íbúðabyggð

Deiliskipulagsmál á frístundasvæðinu við Breiðagerðisvík á Vatnsleysuströnd hafa verið til afgreiðslu hjá skipulagsyfirvöldum í Sveitarfélaginu Vogum. Búið er að taka saman upplýsingar um núverandi hús, byggðar og óbyggðar lóðir. Búið er að stilla upp drögum að uppdrætti sem unninn hefur verið fyrir svæðið, byggð á loftmynd og eldri uppdráttum og setja upp á skipulagsform.

Afgreiðsla skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Voga hefur verið samþykkt í bæjarstjórn Voga, þar segir:
„Til umræðu er m.a. hvort rétt sé að breyta landnotkun svæðisins úr frístundabyggð í íbúðabyggð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði viðhorfskönnun meðal lóðareigenda á svæðinu til slíkra breytinga. Einnig þarf að greina hverjar skyldur sveitarfélagsins eru gagnvart lóðarhöfum komi til slíkrar breytingar, t.a.m. gagnvart fráveitu, vatnsveitu, gatnagerð o.s.frv.“