Kaninn FM 919 fær fljúgandi start
Útvarpsstöðin Kaninn FM 919 fær fljúgandi start samkvæmt könnun á hlustun sem Gallup gerði fyrir útvarpsstöðina. Í markhópnum 16-44 ára mælist hlustunin 25,6%. Könnunin var gerð þegar útvarpsstöðin hafði verið í loftinu í þrjár vikur. Einar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans, segist mjög glaður með þessa niðurstöðu.
Víkurfréttir tóku hús á Einari í höfuðstöðvum Kanaútvarpsins á Ásbrú. Hlusta má á viðtalið með því að smella á það í spilaranum hér að neðan. Viðtalið er „útvarpsviðtal" sem skreytt er á köflum með myndum frá opnun útvarpsstöðvarinnar og úr amerísku morgunverðarboði Kanans þann 1. september sl.