Kalt í dag en dregur úr vindi í nótt
Klukkan 06:00 í morgun var norðlæg átt, víða 13-20 m/s, en allt að 25 m/s við austurströndina. Bjartviðri sunnanlands, annars víða él eða snjókoma. Hlýjast var 3 stiga hiti á Fagurhólsmýri, en kaldast 5 stiga frost við Mývatn.
Um 300 km suðaustur af Hornafirði er 988 mb lægð sem þokast suðsuðvestur. Yfir Grænlandi er víðáttumikil 1045 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) víða austanlands í dag.
Norðlæg átt, 10-18 m/s, en víða 20-25 suðaustanlands og við austurströndina. Dregur heldur úr vindi á landinu í nótt og á morgun. Snjókoma eða él, en nokkuð bjart veður og þurrt sunnanlands. Hiti í kringum frostmark, en 2 til 6 stiga frost til landsins.