Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kalli Bjarni vann öruggan Idol-sigur í kvöld
Laugardagur 17. janúar 2004 kl. 00:18

Kalli Bjarni vann öruggan Idol-sigur í kvöld

Karl B. Guðmundsson úr Grindavík sigraði í Stjörnuleit, sem lauk í kvöld. 150 þúsund atkvæði bárust meðan á síðasta þættinum stóð en keppnin var sýnd beint á Stöð 2 frá Smáralind. Karl fékk 49% greiddra atkvæða, Jón Sigurðsson, fékk 32% atkvæða og Anna Katrín Guðbrandsdóttir 19%.
Gríðarleg stemmning var í Grindavík en stuðningsmenn Kalla Bjarna fylltu skemmtistaðinn Festi þar sem Idol-Stjörnuleit var sýnd á tveimur risaskjám. Það ætlaði síðan allt um koll að keyra þegar tilkynnt var að Kalli Bjarni væri sigurvegari kvöldsins.
Í kvöld sungu keppendurnir þrír fyrst sama lagið, sem Jón Ólafsson og Stefán Hilmarsson sömdu sérstaklega fyrir keppnina. Síðan sungu þau lag sem þau völdu sjálf. Karl söng Mustang Sally, Anna Katrín söng Imagine og Jón söng Words.
Fyrir sigurinn í Stjörnuleit fær Karl m.a. að launum plötusamning við Skífuna.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í Grindavík í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024