Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kallaði til slökkvilið þegar grillveislan fór út um þúfur!
Sunnudagur 23. júní 2002 kl. 16:42

Kallaði til slökkvilið þegar grillveislan fór út um þúfur!

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað að heimahúsi í Reykjanesbæ á föstudag þar sem grillveisla hafði farið út um þúfur. Mikill eldur logaði í gasgrilli á svölum íbúðarhússins og „grillmeistarinn“ á heimilinu fékk ekki við neitt ráðið.Svangir slökkviliðsmenn hugsa ávallt gott til glóðarinnar þegar útköll koma í grillveislur. Í þessu tilviki var lítið eftir á grillinu. Jón Guðlaugsson, varaslökkviliðsstjóri, skellti sér á svalirnar og skrúfaði fyrir gasið að grillinu og að því loknu var grillið kælt niður. Allt fór vel að lokum, þó svo steikin hafi orðið helst til of svört.

Annars hefur verið óvenju rólegt hjá slökkviliðsmönnum um helgina. Meðal annars eru sjúkraflutningar undir meðallagi.

Á meðfylgjandi mynd er Jón Guðlaugsson, varaslökkviliðsstjóri, að gæða sér á pylsu, sem er ef vel er skoðað, nokkuð brennd!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024