Kalka verði hlutafélag

Reiknað er með að hin sveitarfélögin verði búin að taka afstöðu til málsins fyrir 15. september.
Að sögn Böðvars Jónssonar, formanns bæjarráðs, er þessi breyting hugsuð til að laga rekstrarumhverfi Kölku sem hefur verið rekin með halla undanfarin ár.
Með breyttu rekstrarfyrirkomulagi opnast einnig sá möguleiki að einkaaðilar geti komið inn í reksturinn.