Mánudagur 27. október 2008 kl. 15:01
Kalka hækkar gjaldskrá
Stjórn Kölku hefur samþykkt að hækka verðskrá Kölku um 8,54% og tók breytingin gildi um síðustu mánaðamót. Er hækkunin tilkomin vegna verðbólgu og hækkunar neysluverðsvístitölu, samkvæmt því er fram kemur í fundargerð stjórnar.
Ákveðið var nýlega að breyta rekstarformi Kölku í hlutafélag.