Kalka gaf eina milljón til Fjölbrautaskólans
Við útskrift vorannar Fjölbrautaskóla Suðurnesja barst skólanum gjöf frá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, gjafabréf upp á eina milljón króna.
Birgir Már Bragason stjórnarformaður og Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri stöðvarinnar afhentu gjöfina og Kristján Ásmundsson, skólameistari tók við henni. Gjöfina skal nota til tækjakaupa vegna kennslu á náttúrufræðibraut. Tilefnið er 10 ára afmæli Kölku þann 27. maí en í stað veisluhalda ákvað stjórn Sorpeyðingarstöðvarinnar að styrkja kennslu í skólanum með áherslu á náttúruna og umhverfisvernd.