Kálfatjarnarkirkja upplýst
Kálfatjarnarkirkja hefur verið lýst upp. Guðríður Þórðardóttir og Guðmundur Í. Ágústsson gáfu til kirkjunnar þessa lýsingu í minningu sonar síns, sem lést í bílslysi á Garðvegi fyrir nokkrum árum. Gjöfin var afhent við aðventumessu 14. desember s.l. Lýsingin er sérlega falleg og nýtur sín vel í skammdeginu og blíðunni sem hefur verið síðustu daga.