Kaldir karlar
Fólksbifreið með tvo menn innanborðs fór fram af bryggjunni í Garði sl. föstudag. Mönnunum varð ekki meint af.
Mikið hvassviðri og brim var síðdegis á föstudaginn þegar atburðurinn átti sér stað. Mennirnir óku niður á bryggju en skyndilega greip stór alda bílinn og reif hann með sér í ægisfaðm. Þeir komust út úr bifreiðinni og uppá bryggjuna. Vitni voru að slysinu og þau létu lögreglu og sjúkraflutningamenn vita. Farið var með mennina á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hlúð var að þeim. Þeir voru kaldir en að öðru leyti í fínu formi.