Kaldavatnslaust í Grindavík aðra nótt
Vegna vinnu við stofnæð kaldavatnsins Svartsengi - Grindavík verður lokað fyrir kaldavatnið fimmtudaginn 18. febrúar frá kl. 23:00 og fram eftir nóttu.
Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem vatnsleysið hefur í för með sér.? Bent er á einföld atriði eins og að láta renna kalt vatn í baðkar til að nota fyrir t.d. salerni. Setja vatn á flöskur eða önnur ílát til drykkjar, geta hellt upp á kaffi o.þ.h.