Kaflaskipt veður næstu daga
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Minnkandi austanátt og rigning í fyrstu, síðan skúrir. Hiti 5 til 10 stig. Sunnan 5-10 síðdegis, en vestlægari á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag og föstudag:
Allhvöss austlæg átt og rigning, mest sunnantil á landinu. Hiti yfirleitt á bilinu 5 til 10 stig.
Á laugardag:
Norðanátt með rigningu eða slyddu, en þurrt SV-lands. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst.
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir norðlæga eða breytileg átt og dálítil él, en bjartviðri SV-lands. Heldur kólnandi.