Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaffitegundir smakkaðar í Kaffitári
Laugardagur 12. júní 2004 kl. 16:56

Kaffitegundir smakkaðar í Kaffitári

Kaffismökkun fór fram í Kaffitári í Reykjanesbæ í dag. Nokkrir valinkunnir Suðurnesjamenn smökkuðu á kaffitegundum Kaffitárs undir dyggri leiðsögn Aðalheiðar Héðinsdóttur eiganda Kaffitárs.
Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar var einn þeirra sem tók þátt í kaffismökkuninni og var hann mjög ánægður með smökkunina. „Við vorum fimm sem tókum þátt í smökkuninni og við vorum öll sammála um að ein tegundin væri síst og það var eina aðkeypta kaffitegundin,“ segir Árni en honum fannst Kolombíu kaffi frá Kaffitári best af því sem hann smakkaði. Aðspurður sagðist Árni ekki vera í koffeinsjokki því við kaffismökkunina er notuð sama aðferð og við rauðvínssmökkun. Fyrst er sötrað, síðan smakkað og loks spýtt. Töluverður fjöldi manns fylgdist með smökkuninni í Kaffitári sem fram fór klukkan tvö í dag.

Myndin: Kaffi smakkað í Kaffitári og skeggrætt um bragð. F.v. Árni Sigfússon, Guðbjartur Gíslason, Sossa, Una Steinsdóttir og Aðalheiður Héðinsdóttir. VF-myndir/Héðinn Eiríksson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024