Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 29. nóvember 2002 kl. 12:28

Kaffitár í Bankastræti er 5 ára

- fréttatilkynning -
Í tilefni af 5ára afmæli Kaffitárs í Bankastræti 8 verður boðið uppá Grýlukanilkaffi og Hátíðakaffi og að sjálfsögðu piparkökur með, laugardaginn 30 nóvember frá kl.7:30-18:00. Klukkan 18:00 mun Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs segja nokkur vel valin afmælisorð. Í framhaldi af tölu frúarinnar verður svo formleg opnun á jóla- og áramótasýningu á Hábollum Hrafnkels Birgissonar sem hann hefur hannað og framleitt árið 2002.
Hrafnkell er fæddur 1969 og hefur undanfarin ár verið búsettur bæði í Reykjavík og í Berlín. Hann hóf nám í Listaháskóla Íslands 1992-1993. Var í verklegu hönnunarnámi í HBK-Saar í Saarbrücken frá 1995-2000. Hönnunarnám í Listaháskóla í Berlín 1999. Hrafnkell hefur tekið þátt í hönnunar samsýningum í Berlín, Cologne, Düsseldorf, Frankfurt, Vín, Sao Paolo, Reykjavík, Mílanó. Stefán Máni rithöfundur mun lesa upp úr nýjustu bók sinni Ísrael – saga af manni. Stefán Máni er fæddur 1971 í Ólafsvík og hefur verið búsettur í Reykjavík undanfarin ár. Ísrael – saga af manni er fjórða bók hans.

Allir kaffiunnendur eru velkomnir og annað gott fólk líka.

Sýninginn stendur fram í janúar 2003.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024