Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaffihús opnar í Ráðhúsi Reykjanesbæjar
Mynd af vef Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 8. ágúst 2013 kl. 11:35

Kaffihús opnar í Ráðhúsi Reykjanesbæjar

Nýtt kaffihús hefur nú opnað í Reykjanesbæ og það í Ráðhúsi bæjarins við Tjarnargötu 12 þar sem bókasafnið er staðsett sem og þjónustuver. Opnun kaffihússins er lokaáfanginn í þeim breytingum og endurbótum sem Ráðhús Reykjanesbæjar hefur nýlega undirgengist.

Angela Marina mun reka kaffihúsið en hún kemur upphaflega frá Portúgal en hefur búið í Reykjanesbæ síðan 1998 þar sem hún hefur starfað á leikskólanum Hjallatúni og í Fríhöfninni. Áður en Angela flutti til Íslands rak hún kaffihús í Portúgal í 17 ár ásamt móður sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á boðstólum verður gæða kaffi frá Kaffitár og allir mögulegir kaffidrykkir sem bæði er hægt að drekka á staðnum eða taka með sér. Þá verður margt girnilegt á matseðlinum svo sem súpur, pasta, salat, smurt brauð og sætabrauð. Kaffihúsið verður svokallað bókakaffihús þar sem gestir geta náð sér í blöð eða bækur á bókasafninu og lesið yfir kaffibollanum.

Kaffihúsið verður opið á opnunartíma bókasafnsins frá kl. 09.00 – 19.00 alla virka daga.