Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaffihús í nýja bókasafninu að Tjarnargötu
Reykjanesbær bauð upp á kaffi og kleinur.
Miðvikudagur 12. júní 2013 kl. 07:21

Kaffihús í nýja bókasafninu að Tjarnargötu

Bókasafn Reykjanesbæjar opnaði í gær í nýju húsnæði að Tjarnargötu 12 á 19 ára afmælisdag Reykjanesbæjar. Margir gestir litu við á bókasafninu en ýmsar breytingar áttu sér stað við flutninginn. Nú deilir safnið rými með þjóðnustuveri bæjarins og inni í þessu sameiginlega rými verður rekið kaffihús fyrir gesti og gangandi eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Við opnunina bauð Reykjanesbær upp á kaffi og kleinur en spennandi verður að sjá nýja kaffihúsið.

Safnið verður opið frá klukkan 09:00 til 19:00 alla virka daga í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýja húsnæðið hýsti áður Sparisjóðinn og Landsbankann.