Kaffihátíð hefst á afmælisdegi Reykjanesbæjar
Kaffihátíð Reykjanesbæjar hefst í dag en Reykjanesbær fagnar 10 ára afmæli í dag. Í tilefni afmælisdagsins verður frítt í sund fyrir alla í Sundmiðstöðinni í Keflavík. Á hádegi hefst sölumarkaður Heiðabúa á Tjarnargötutorgi, en verið er að afla fjár vegna Færeyjaferðar skáta. Á staðnum verða hoppukastalar og klifurveggur fyrir börnin í Skrúðgarðinum.
Klukkan 14 verða afmælistónleikar Léttsveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á Tjarnargötutorgi og klukkan 16 verður 25 ára afmælissýning Byggðasafnsins í DUUS-húsum opnuð formlega.
Klukkan 11 hóf spákona að spá í kaffibolla í Betri líðan að Hafnargötu 54.
Klukkan 14 verða afmælistónleikar Léttsveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á Tjarnargötutorgi og klukkan 16 verður 25 ára afmælissýning Byggðasafnsins í DUUS-húsum opnuð formlega.
Klukkan 11 hóf spákona að spá í kaffibolla í Betri líðan að Hafnargötu 54.