Kafarar fjarlægja bólfæri
Kafarar voru kallaðir út um miðjan dag vegna bólfæris sem hefur verið að angra trillur undanfarið en lítill hraðbátur fékk það í skrúfuna hjá sér um daginn. Kafararnir Siggi og Gunni, sem starfa fyrir laxeldisfyrirtækið Silunga, voru fengnir til verksins en skera þarf böndin af þessum gömlu akkerum. Þeir sögðu í samtali við Víkurfréttir að svona bólfæri geta verið hættuleg minni bátum því töluvert sé um að þeir séu að fá það í skrúfuna. Þessi bólfæri eru leifar af gömlum laxeldiskvígum sem Silungur var með fyrir rúmum þremur árum rétt fyrir utan Stapann.
Myndin: Kafarar að gera sig klára. VF-ljósmynd/Atli Már.