Kærur vegna líkamsárása aldrei fleiri
 Kærum vegna líkamsárása fjölgaði nokkuð á milli ára í umdæmi Lögreglunnar í Keflavík. 130 slík mál komu inn á borð lögreglunnar á síðasta ári en voru 117 árið 2005. Líkamsárásarkærum hefur farið fjölgandi frá árinu 2003 þegar þær voru 74.
Kærum vegna líkamsárása fjölgaði nokkuð á milli ára í umdæmi Lögreglunnar í Keflavík. 130 slík mál komu inn á borð lögreglunnar á síðasta ári en voru 117 árið 2005. Líkamsárásarkærum hefur farið fjölgandi frá árinu 2003 þegar þær voru 74. Kærur vegna líkamsárása hafa aldrei verið fleiri frá árinu 2000. Júnímánuður í fyrra sker sig nokkuð úr en þá komu 22 mál af þessum toga til kasta lögreglunnar. Slíkur fjöldi líkamsárásarkæra hefur ekki áður borist í einum mánuði.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				