Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kærður fyrir að  aka á 127 km hraða
Þriðjudagur 26. október 2004 kl. 09:48

Kærður fyrir að aka á 127 km hraða

Lögreglan í Keflavík mældi ökumann á 127 km hraða á Garðvegi í nótt og var maðurinn kærður. Hámarkshraði á Garðvegi er 90 km. Þá voru skráningarnúmer tekin af tveimur  bifreiðum þar sem ábyrgðartrygging þeirra var fallin úr gildi.

Í gærkvöldi var lögreglunni tilkynnt að ekið hafi verið á bifreið og tjónvaldur ekið á brott. Hafði bifreiðinni af gerðinni Toyota Yaris verið lagt í bílastæði við Suðurgötu 15 til 17 í Keflavík. Tjónið var á vinstri framhurð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024