Fréttir

Kærðu útboð á aðstöðu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Mánudagur 26. júní 2017 kl. 11:00

Kærðu útboð á aðstöðu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

-Félag hópferðaleyfishafa ósátt við útboðið

Ríkiskaup frestuðu að opna tilboð í aðstöðu fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem barst kæra frá Félagi hópferðaleyfishafa í síðustu viku. Aðeins þrjú fyr­ir­tæki lögðu inn til­boð, þar af fyr­ir­tæk­in tvö sem nú nýta aðstöðuna.

Kynn­is­ferðir og Gray line eru með aðstöðu við flugstöðina til að þjóna flug­f­arþegum sem vilja taka rút­una á milli flug­stöðvar­inn­ar og höfuðborg­ar­svæðis­ins. Þau hafa haft stæðin og sölu­bás­ana frá ár­inu 2011. Isa­via bauð aðstöðuna nú út til fimm ára með heim­ild til að fram­lengja samn­inga um tvö ár til viðbót­ar.

Kæru­atriðin eru nokk­ur en snúa aðallega að því að útboðslýs­ing­in sé óná­kvæm og til þess fall­in að raska jafn­ræði bjóðenda. Vegna óvissuþátta gætu ýmis atriði tekið breyt­ing­um eft­ir því hvaða bjóðandi fengi samn­inga. Þess er kraf­ist að kær­u­nefnd útboðsmá­la felli niður til­tekna útboðsskil­mála eða breyti. Til vara er þess kraf­ist að útboðið verði aug­lýst að nýju.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024