Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kærðir fyrir hraðakstur við grunnskóla
Föstudagur 30. ágúst 2019 kl. 11:15

Kærðir fyrir hraðakstur við grunnskóla

Rúmlega 30 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Að langstærstum hluta var um að ræða ökumenn sem óku of hratt í nágrenni við grunnskóla þar sem hámarkshraði er 30 km á klukkustund. Lögregla beinir þeim tilmælum til ökumanna að virða hámarshraða, hvort sem er við skóla eða annars staðar.

Þá hefur nokkuð borið á að forráðamenn barna noti ekki tilskilinn öryggisbúnað við akstur með þau milli staða. Lögregla minnir fólk á að hafa öryggi yngstu farþeganna í fyrirrúmi þegar lagt er af stað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024