Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kærðir fyrir hraðakstur
Miðvikudagur 12. desember 2018 kl. 12:19

Kærðir fyrir hraðakstur

Á annan tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum.  Tveir þessara ökumanna voru að auki grunaðir um ölvunarakstur.
 
Þá voru þrír ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur. Einn þeirra ók sviptur ökuréttindum.
 
Skráningarnúmer voru svo fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru ótryggðar eða óskoðaðar í umferðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024