Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kæra fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon
Mánudagur 11. september 2017 kl. 14:38

Kæra fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon

-Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon

Stjórn United Silicon hefur í samráði við lögmann félagsins og aðstoðarmann í greiðslustöðvun sent kæru til Embættis héraðssaksóknara um mögulega refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá United Silicon.

Kæran byggir á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 og er lögð fram í samráði við aðra hagsmunaaðila. Upplýsingarnar sem nú koma fram eru afrakstur af vinnu við endurskipulagningu félagsins sem leidd hefur verið af nýrri stjórn sem tók við í febrúar. Hinn grunaði hefur enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félagsins síðan í mars. Stjórn félagsins mun vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins svo að upplýsa megi það sem fyrst.

Farið hefur verið yfir málið með starfsmönnum United Silicon og þeim greint frá stöðunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024