Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kadeco verður lagt niður í núverandi mynd
Kjartan Þór Eiríksson er framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.
Fimmtudagur 29. júní 2017 kl. 18:12

Kadeco verður lagt niður í núverandi mynd

Benedikt Jóhannesson, fjármála og efnahagsráðherra, segir að til standi að leggja starfsemi Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, niður í núverandi mynd. Þetta kemur fram í frétt Kjarnans í dag.

Skipt var um stjórn í félaginu í vikunni og upprunalegu hlutverki þess, að selja fasteignir á Ásbrú, sé nú lokið. Benedikt telur hins vegar vera þekkingu hjá starfsfólki félagsins sem sé þess eðlis að hún gæti nýst áfram.

Ráðuneytið vilji taka upp viðræður við heimamenn um hvernig sé hægt endurskoða starfsemina með það í huga.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024