Kadeco opnar fyrir tilboð í NEx og stóra flugskýlið
Opnað hefur verið fyrir tilboð í annan hluta söluferlis húsa á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, en á meðal þeirra húsa sem eru nú í boði eru tvær risabyggingar sem áður hefur verið sagt frá í Víkurfréttum, Navy Exchange og stóra flugskýlið (885).
Mikill áhugi hefur verið á fasteignum á svæðinu og segir á heimasíðu Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, www.kadeco.is , að stjórn félagsins muni koma saman á morgun til að taka afstöðu til tilboða í fasteignir sem voru auglýstar í fyrsta hluta söluferlisins og í framhaldi af því verður haft samband við þá aðila sem skilað hafa inn tilboðum.
Hér má lesa fyrri frétt Víkurfrétta um söluna og viðtal við forsvarsmann Kadeco.
VF-mynd/Þorgils: Navy Exchange og stóra flugskýlið.