K-flugeldar hækka ekki
Engin hækkun varð milli ára á flugeldum hjá K-flugeldum. Knattspyrnudeild Keflavíkur opnaði flugeldasölu sína í K-húsinu við Hringbraut í Keflavík í gær. Flugeldasalan er opin frá kl. 10-22 en á gamlársdag er opið kl. 10-16.
„Við erum að bjóða mesta úrvalið og besta verðið í bænum,“ segir Ólafur Bjarnason hjá K-flugeldum. Þar á bæ segjast menn ekki hafa haft neina ástæðu til að hækka verð og nú sé þriðja árið í röð þar sem sömu verð eru í boði.
Nokkuð rólegt var yfir flugeldasölunni í dag en mesta salan er ávallt tvo síðustu daga ársins. Þá er boðið upp á kaffi og konfekt á sölustaðnum við Hringbraut.
Sölustaður K-flugelda í gamla K-húsinu við Hringbraut.