Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

José Mourinho mættur
Miðvikudagur 18. ágúst 2004 kl. 17:14

José Mourinho mættur

José Mourinho, þjálfari enska knattspyrnustórliðins Chelsea, lenti á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag.

Mourinho er hér á landi til að fylgjast með Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni Chelsea og fyrirliða íslenska landsliðsins, í leik Íslands gegn Ítalíu.

Mourinho var hinn alþýðlegasti og gaf sér tíma fyrir stutt spjall við blaðamann Víkurfrétta. Hann sagðist ætla að eiga fund með landsliðsþjálfurunum Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni og fara yfir málefni Eiðs Smára.

Hann lagði áherslu á að hann vildi að sínir leikmenn spiluðu landsleiki en á móti kemur að Chelsea á langt og erfitt tímabil framundan í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. Því yrði að vera gott samband á milli félagsliðs og landsliða.

Að spjalli loknu gaf Mourinho sér tíma til að gefa ungum aðdáanda eiginhandaráritun.

VF-mynd/Atli Már Gylfason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024