Jörðin gleypti jeppakerru (video)
Guðnýju Önnu Þórsdóttur var brugðið á dögunum þegar jeppakerra sem hún hafði að láni var nær horfin ofan í jörðina við heimili hennar á Vatnsnesvegi í Keflavík. Fyrst hélt hún að dekkjum hafi verið stolið undan kerrunni en síðan kom í ljós að kerran var komin ofaní stóra og mikla holu.
Kallaðir voru til sérfræðingar og margar tilgátur komu upp um ástæður fyrir holunni. Sjálf hélt Guðný að það hafi orðið jarðskjálfti en fannst samt undarlegt að hafa ekki fundið fyrir honum. Eftir að menn hættu sér ofan í holuna kom fljótlega hið sanna í ljós.
Þarna hafði fyrr á árum verið rotþró sem tímans tönn hafði verið að vinna á og þar var síðan á dögunum sem þróin gaf sig og mikil og djúp hola kom í ljós.
Video: Viðtal við Guðnýju Önnu Þórsdóttur og myndir af vettvangi.