Jörð skelfur við Kleifarvatn
Jarðskjálfti upp á 3,2 varð við Kleifarvatn kl. 09:21 í morgun. Í kjölfar hans hafa orðið fjölmargir smærri skjálftar á svæðinu. Stóri skjálftinn varð á 6,8 km. dýpi.
Veðurstofunni hafa borist nokkrar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.
Við Krýsuvík og Kleifarvatn hafa aðeins orðið þrír skjálftar á þessu ári sem eru stærri en 3,0. Þann 30. maí varð skjálfti á sömu slóðum sem var 3,1 og þann 27. maí varð skjálfti í Krýsuvík upp á 3,1. Skjálftinn í morgun var því stærsti skjálftinn á þessu ári á þessum stað.
|
Við Reykjanestá hafa orðið nokkrir skjálfar á þessu ári sem eru 3,0 eða stærri, sá stærsti upp á 3,6.