Jörð skelfur við Keili
Jörð er tekin að skjálfa við Keili á Reykjanesskaganum. Í kvöld varð skjálfti upp á 3,1 á Richter um 4 km. austur af þessu helsta kennileiti Reykjanesskagans. Skjálftans varð vart á höfuðborgarsvæðinu en ekki fannst fyrir honum í Reykjanesbæ, svo vitað sé.
um hálfri klukkustundu eftir að skjálftinn reið yfir hafa orðið á annan tug smærri skjálfta á svæðinu.
Jarðskálfta á svæðinu hefur verið beðið með eftirvæntingu eftir að sjáandi kom fram í fjölmiðlum og talaði um stóran jarðskjálfta í nágrenni Krísuvíkur. Skjálftinn, sem reið yfir 23:46 fyrir miðnætti telst varla til stórra jarðskjálfta en fær græna stjörnu á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands, eins og allir skjálftar sem eru sterkari en 3 á Richter.