Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 23. júní 2000 kl. 10:04

Jónsmessuhátíð í Bláa lóninu

Sólstöðuhátíð verður haldin á Jónsmessunótt, föstudaginn 23. júní. Hátíðin felur í sér göngu á Þorbjörn og miðnæturbað í Bláa lóninu. Sérstakur sólstöðumatseðill verður á boðstólnum á veitingastaðnum við Bláa lónið. Selló og hörputónar munu hljóma við Bláa lónið frá miðnætti og til klukkan tvö eftir miðnætti, en það verða þau Stefán Arnar Arnarsson og Marion Herrera sem sjá um tónlistarflutning. Hljóðfærin eru sérstaklega til þess gerð að spila úti við og munu tónleikarnir því fara fram, hvernig sem viðrar. Sólstöðugangan leggur af stað frá hofinu í Grindavík. og sætaferðir verða frá SBK í Keflavík kl. 21:30 og kl 21:00 með Þingvallaleið frá BSÍ. Lagt verður af stað frá Bláa lóninu klukkan tvö eftir miðnætti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024