Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jónína leiðir Bæjarlistann í Suðurnesjabæ
Föstudagur 1. apríl 2022 kl. 21:43

Jónína leiðir Bæjarlistann í Suðurnesjabæ

Jónína Magnúsdóttir leiðir Bæjarlistann XO í Suðurnesjabæ, nýtt framboð í sveitarfélaginu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Í 2. sæti er Laufey Erlendsdóttir en þær eru báðar kunnar bæjarmálum í Suðurnesjabæ.

„Bæjarlistinn XO var stofnaður í Suðurnesjabæ fyrir tæpum tveimur vikum. Það hefur gengið mjög vel að koma saman frábærum hóp af fólki sem er til í að vinna af heilindum og krafti fyrir Suðurnesjabæ,“ segir í frétt frá framboðinu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Áherslur framboðsins eru á hagsmuni Suðurnesjabæjar og íbúa þess. Listinn er ekki tengdur ákveðnum stjórnmálaflokkum á landsvísu. 

Stefnumótun listans er í gangi þessa dagana og verður opinn málefnafundur mánudaginn 4. apríl í Vörðunni kl. 20:00. Þangað bjóðum við öllum áhugasömum um stefnumótun framboðsins velkomna.

Mikilvægt er að horfa til framtíðar við mótun bæjarfélagsins og sýna hugrekki í ákvarðanatöku. Við horfum til málefna sem sameina byggðarkjarnana enn frekar og viljum stuðla að aukinni þjónustu,“ segir jafnfram í tilkynningunni. 

Eftirfarandi aðilar skipa framboðslista bæjarlistans til sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022.

  1. Jónína Magnúsdóttir, mannauðsstjóri 
  2. Laufey Erlendsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur
  3. Jón Ragnar Ástþórsson, kennari og knattspyrnuþjálfari
  4. Haraldur Helgason, matreiðslumaður
  5. Fanný Þórsdóttir, bókavörður
  6. Marínó Oddur Bjarnason, stuðningsfulltrúi
  7. Heiðrún Tara Poulsen, fótaaðgerðafræðingur
  8. Júdit Sophusdóttir, kennari
  9. Eysteinn Már Guðvarðsson, vaktstjóri
  10. Jóhann Helgi Björnsson, framhaldsskólanemi
  11. Jón Gunnar Sæmundsson, verkefnastjóri
  12. Bjarnþóra María Pálsdóttir, lögreglukona
  13. Kristjana Vilborg Þorvaldsdóttir, skrifstofustjóri
  14. Sigrún Harpa Arnrúnardóttir, stuðningsfulltrúi
  15. Sindri Lars Ómarsson, kennari
  16. Ósk Matthildur Arnarsdóttir, háskólanemi
  17. Reynir Ragnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri
  18. Ingimundur Þórmar Guðnason, rafmagnstækifræðingur