Fréttir

Jóngeir Hjörvar leiðir L- listann í Vogum
Miðvikudagur 25. apríl 2018 kl. 13:49

Jóngeir Hjörvar leiðir L- listann í Vogum

L-listinn, listi fólksins býður fram í Sveitarfélaginu Vogum í þriðja skipti við bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí 2018 en í dag hefur L-listinn einn bæjarfulltrúa. 
Helsta markmið L-listans er að vinna að hag íbúa í Vogum og gera gott mannlíf betra. Með stækkun bæjarins og fjölgun íbúa þarf að huga að stækkun leik- og grunnskóla. Skoða og meta þarf sérstaklega hvaða þýðingu breytingar á íbúasamsetningu hafa fyrir sveitarfélagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá L-listanum.  „Við viljum fullgilda barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Vogum sem felst m.a. í að námsgögn í grunnskóla verði án kostnaðar fyrir börnin. Tekjutengingu afsláttar fasteignagjalda fyrir tekjulága einstaklinga þarf að hækka. Einnig viljum við skoða hvað er hægt að gera í viðhaldi hafnarinnar í Vogum“, segir í tilkynningunni.

L-listinn, listi fólksins  2018:
1 Jóngeir Hjörvar Hlinason, hagfræðingur og bæjarfulltrúi.
2 Rakel Rut Valdimarsdóttir, grunn- og framhaldsskólakennari.
3 Eðvarð Atli Bjarnason, pípulagningarmaður.
4 Páll Ingi Haraldsson, leigubílstjóri.
5 Kristinn Björgvinsson, þjónustumaður.
6 Anna Karen Gísladóttir, starfsmaður á leikskóla.
7 Gunnar Hafsteinn Sverrisson, tæknimaður.
8 Eva Rós Valdimarsdóttir, bókari.
9 Jakob Jörunds Jónsson, skipstjóri.
10 Ásdís Dröfn Valdimarsdóttir, skólaliði.
11 Tómas Örn Pétursson, starfsmaður Kölku Vogum.
12 Elín Ösp Guðmundsdóttir, skólaliði.
13 Ryszard Kopacki, trésmiður.
14 Hanna Sigurjóna Helgadóttir, matráður.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024