Jóngeir Hjörvar leiðir L- listann í Vogum
L-listinn, listi fólksins býður fram í Sveitarfélaginu Vogum í þriðja skipti við bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí 2018 en í dag hefur L-listinn einn bæjarfulltrúa.
Helsta markmið L-listans er að vinna að hag íbúa í Vogum og gera gott mannlíf betra. Með stækkun bæjarins og fjölgun íbúa þarf að huga að stækkun leik- og grunnskóla. Skoða og meta þarf sérstaklega hvaða þýðingu breytingar á íbúasamsetningu hafa fyrir sveitarfélagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá L-listanum. „Við viljum fullgilda barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Vogum sem felst m.a. í að námsgögn í grunnskóla verði án kostnaðar fyrir börnin. Tekjutengingu afsláttar fasteignagjalda fyrir tekjulága einstaklinga þarf að hækka. Einnig viljum við skoða hvað er hægt að gera í viðhaldi hafnarinnar í Vogum“, segir í tilkynningunni.
L-listinn, listi fólksins 2018:
1 Jóngeir Hjörvar Hlinason, hagfræðingur og bæjarfulltrúi.
2 Rakel Rut Valdimarsdóttir, grunn- og framhaldsskólakennari.
3 Eðvarð Atli Bjarnason, pípulagningarmaður.
4 Páll Ingi Haraldsson, leigubílstjóri.
5 Kristinn Björgvinsson, þjónustumaður.
6 Anna Karen Gísladóttir, starfsmaður á leikskóla.
7 Gunnar Hafsteinn Sverrisson, tæknimaður.
8 Eva Rós Valdimarsdóttir, bókari.
9 Jakob Jörunds Jónsson, skipstjóri.
10 Ásdís Dröfn Valdimarsdóttir, skólaliði.
11 Tómas Örn Pétursson, starfsmaður Kölku Vogum.
12 Elín Ösp Guðmundsdóttir, skólaliði.
13 Ryszard Kopacki, trésmiður.
14 Hanna Sigurjóna Helgadóttir, matráður.