Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jónas vekur reiði Suðurnesjamanna
Miðvikudagur 31. mars 2010 kl. 08:47

Jónas vekur reiði Suðurnesjamanna


Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri, hefur vakið mikla reiði og hörð viðbrögð hér á Suðurnesjum vegna bloggfærslu á heimasíðu sinni  þar sem hann fer ófögrum orðum um Suðurnesjamenn og kallar svæðið botninn á tilverunni.
Margir hafa tjáð sig um orð Jónasar á Facebook og á bloggsíðum. Af þeim má ljóst  vera að margir Suðurnesjamenn eru æfir út í ritstjórann fyrrverandi og fara vægast sagt ófögrum orðum um persónu hans. Aðrir gera grín að Jónasi og segja enga ástæðu til að taka hann alvarlega. Af augljósum ástæðum.


Umrædd bloggfærsla Jónasar er svohljóðandi:

Lata fólkið í Dharavi Íslands
Suðurnes eru Dharavi Íslands, botninn á tilverunni. Þar var hermangið og þar var rokkið. Árangur nemenda í skólum er lakari en annars staðar, mælt í ótal könnunum. Atvinnuleysi meira en annars staðar. Fleiri á opinberu framfæri en annars staðar og öryrkjar eru fleiri. Þar eru kosnir bæjarstjórar, sem sjá ekki aðra leið en álver út úr sukkinu. Eru að drukkna í kostnaði við leigu á einkareknu húsnæði til opinberra þarfa. Ekki veit ég, hvers vegna latt og kraftlítið fólk býr á Suðurnesjum. Kannski vegna áratuga hermangs. En ég veit, að það hefur óraunhæfar vonir um að fá mikið fyrir litla fyrirhöfn.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024