Jónas Guðni hættir í boltanum
Jónas Guðni Sævarsson, leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann mun því ekki spila með liði Keflavíkur í Pepsi-deild karla á næsta tímabili, en í gær tryggði liðið sér sæti í efstu deild með 3-0 sigri gegn Gróttu.
Jónas Guðni, sem er 33 ára, hóf fótboltaferil sinn árið 2001. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í sumar og ákvað þess vegna að stíga til hliðar.
Hann lék með Keflavík og KR hér á landi en leikirnir voru alls 256 leiki í deild og bikar þar sem hann skoraði þrettán mörk. Jónas spilaði einnig með Halmstad í Svíþjóð á árunum 2009 til 2012 og á að baki sjö leiki með A-landsliði Íslands.