Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jóna Kristín afsalar sér biðlaunum
Fimmtudagur 26. nóvember 2009 kl. 11:37

Jóna Kristín afsalar sér biðlaunum

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir bæjarstjóri Grindavíkur tilkynnti á fundi bæjarráðs í gærkvöldi að hún afsalar sér sex mánaða biðlaunum, sem hún á rétt á samkvæmt samningi, þegar hún lætur af starfi bæjarstjóra um mánaðarmótin.


Jóna Kristín bókaði eftirfarandi á fundi bæjarráðs: ,,Eins og upplýst var opinberlega þann 28. ágúst s.l., var undirrituð valin sóknarprestur á Fáskrúðsfirði. Í tilkynningu frá meirihluta þess efnis var einnig greint frá því að bæjarstjóri mundi áfram sinna störfum næstu mánuðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í samráði við meirihluta hættir bæjarstjóri störfum þann 30. nóv. n.k. Samkvæmt samningi um launakjör bæjarstjóra er gert ráð fyrir sex mánaða biðlaunum. Undirrituð hefur hafnað þeim.


Að lokum þakka ég bæjarfulltrúum, öllu starfsfólki og íbúum Grindavíkurbæjar samstarfið og kveð með blessunaróskum bæjarfélag sem á mikla framtíð fyrir sér og ótal sóknarfæri til sjós og lands."
Undir þetta ritar Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.


Bæjarráð bókaði: ,,Bæjarráð þakkar bæjarstjóra samstarfið og óskar henni og fjölskyldu hennar velfarnaðar á nýjum vettvangi."