Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jón verði byggingafulltrúi
Frá Sandgerði.
Fimmtudagur 27. september 2012 kl. 10:05

Jón verði byggingafulltrúi

Átta einstaklingar sóttu um starf bygginarfulltrúa fyrir Sveitarfélögin Garð og Sandgerði, sem nýlega var auglýst. Tekin voru viðtöl við fimm umsækjendur. Bæjarstjórar Garðs og Sandgerðis leggja til að Jóni B. Einarssyni, byggingarfræðingi, verði boðið starfið.

Bæjarráð Garðs samþykkti á fundi sínum í gær að mæla með því að honum verði boðið starfið. Byggingarfulltrúi er starfsmaður Sandgerðisbæjar en starfar jafnframt fyrir Sveitarfélagið Garð samkvæmt samningi sveitarfélaganna þar um.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024