Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jón tók snjómoksturinn í sínar hendur
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 20. desember 2022 kl. 09:38

Jón tók snjómoksturinn í sínar hendur

Fékk lánað moksturstæki og hreinsaði götuna þar sem hann býr í Keflavik

„Gatan var búin að vera meira og minna ófær og það bólaði ekkert á snjómoksturstækjum svo mér datt þetta bara í hug. Plataði vin minn sem á þetta fína moksturstæki og fékk það lánað í smástund,“ segir Jón Pétursson, íbúi við Grænulaut í Reykjanesbæ en hann hreinsaði snjó í götunni sem hann býr í á öflugum traktor.

Jón mundaði skófluna fagmannlega þó hann vinni ekki á svona tækjum en hann er starfsmaður Reykjaneshafnar og kallar nú ekki allt ömmu sína í flestu sem hann tekur sér fyrir hendur. Lætur hendur standa fram úr ermum eins og sagt er og sannaði það svo sannarlega í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jón var dágóða stund að hreinsa snjóinn og gera götuna færa. Eftir að fréttir bárust á veraldarvefnum um uppátæki Jóns fór hann að fá fyrirspurnir hvort hann gæti ekki tekið að sér að hreinsa fleiri götur. Það verkefni hafi gengið seint í bæjarfélaginu. Jón sagði að því miður væri það ekki í boði. Þetta hafi verið einstakt tilvik.