Jón Pétur fyrsta barn ársins á Suðurnesjum
Fyrsta barn ársins á Suðurnesjum kom í heiminn á 2. janúar og er Grindvíkingur sem hefur fengið nafnið Jón Pétur Wissler. Foreldrar hans eru Erla Ósk Pétursdóttir og Andrew Wissler og er þetta fyrsta barn þeirra hjóna. Jón Pétur var 16 merkur og 51 sm við fæðingu og heilsast vel.
Óhætt er að segja að mikið hafi verið um að vera síðustu vikur hjá fjölskyldunni. Erla Ósk og Andrew fluttu inn í nýtt einbýlishús hálfum mánuði fyrir jól. Foreldrar Andrews komu í heimsókn yfir jólin frá Bandaríkjunum og svo kom Jón Pétur í heiminn og var skírður áður en gestirnir fóru aftur heim til Bandaríkjanna.
Mynd - Þorsteinn Gunnarsson