Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 16. mars 2002 kl. 23:10

Jón Gunnarsson sigrar Þóru Bragadóttur í Vogum

Jón Gunnarsson, fyrrum oddviti í Vogum á Vatnsleysuströnd, sigraði Þóru Bragadóttur, oddvita Vatnsleysustrandarhrepps, í prófkjöri H-listans í Vogum en úrslit voru birt rétt fyrir kl. 23 í kvöld. Alls kusu 303 í prófkjörinu sem fram fór í dag.Í öðru sæti varð Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson í því þriðja, Lena Rós Matthíasdóttir fjórð og Hanna Helgadóttir í fimmta sæti.
Jón Gunnarsson sagði sigurinn vera stærstan fyrir H-listann. Fyrir prófkjörið í dag hafi fjölgað mjög í félaginu. Félagsmenn voru 84 en voru orðnir 322 í dag og af þeim kusu 303 eða 94%. Það eru jafnframt 58% af kosningabæru fólki í Vogum.
Jón sagðist ánægður að hafa náð settu markmiði að ná aftur 1. sætinu. Nú væri stefnan sett á undirbúning fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar en annað vildi Jón ekki tjá sig um úrslit prófkjörsins í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024