Föstudagur 27. október 2006 kl. 15:00
Jón Baldvin og Jón Gunnarsson á Víkinni á föstudagskvöld

Næstkomandi föstudagskvöld, 27. október kl. 20:00 munu stuðningsmenn Jóns Gunnarssonar halda opinn fund á Víkinni, sal VSFK að Hafnargötu 80 í Reykjanesbæ . Yfirskrift fundarins er:
Vofur fortíðar – Vonir framtíðar og munu Jón Gunnarsson alþingismaður og Jón Baldvin Hannibalsson fyrrv. utanríkisráðherra fara yfir það sem heitast brennur í hinni pólitísku umræðu.

Suðurnesjamenn eru hvattir til að fjölmenna á skemmtilegan og áhugaverðan fund, þar sem gefst tækifæri til að skiptast á skoðunum um mörg þau mál sem skipta miklu fyrir svæðið.
Fundarstjóri verður Ólafur Thordersen, bæjarfulltrúi.