Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólaverslunin í Reykjanesbæ: Gamaldags hljómflutningstækin slógu í gegn
Starfsfólk Omnis í Reykjanesbæ. Björn Ingi er lengst til hægri.
Mánudagur 12. janúar 2015 kl. 08:45

Jólaverslunin í Reykjanesbæ: Gamaldags hljómflutningstækin slógu í gegn

„Jólaverslunin var bara fín hjá okkur. Það var gaman að upplifa jólastemninguna í nýju húsnæði við Hafnargötu. Það var mikil og góð trafík hjá okkur og stemningin eftir því,“ segir Björn Ingi Pálsson, rekstrarstjóri Omnis í Reykjanesbæ. 
 
Björn Ingi segir að það seljist alltaf mikið af snjallsímum og spjaldtölvum fyrir jól og þar hafi iPhone og iPad spilað stóra rullu. „Svo notar fólk gjarnan jólatilboðin til að endurnýja hjá sér tölvurnar. Gamaldags hljómflutningstækin slógu rækilega í gegn og við verðum út mánuðinn að afgreiða biðpantanir. Við erum með svo breiða línu af tölvu og tölvufylgihlutum að það finna allir eitthvað fyrir sig,“ segir Björni Ingi. 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024