Jólaverslun í góðum gangi - opið til kl. 22 til jóla
Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hefur í samvinnu við Jóladaga Betri Bæjar leikið jólalög í desembermánuðinum í og við verslanir í Reykjanesbæ.
Þá hafa jólasveinarnir verið á ferðinni og sáust þeir á vappi víða í gær og verða þeir einnig á ferðinni í dag. Margir voru á ferðinni í jólainnkaupum og stemmningin góð enda snjór yfir öllu og mikið um jólaskreytingar.
Karen Sturlaugsson, aðstoðar skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar var fyrir framan verslunina Hljómval með sínu tónlistarfólki þegar fréttamaður VF var á ferðinni í gær. Þeir verslunareigendur sem Víkurfréttir talaði við voru ágætlega sáttir. Verslanir eru opnar til kl. 22 alla daga til jóla nema til kl.23 á Þorláksmessu og síðan kl. 9-12 á Aðfangadag.
Eyglóð Geirdal og starfsfólk hennar í úrabúðinni hefur haft í nógu að snúast síðustu daga.