Jólaveðrið: Úrkoma og rok
Veðurhorfur næsta sólarhring
Vestan og síðar suðvestan 5-13 og él. Suðlægari og slydda í kvöld, en rigning í nótt. Snýst í vestlæga átt, 13-20 í fyrramálið með skúrum en síðar éljum. Hægari og úrkomuminna um tíma síðdegis. Hiti um frostmark, en allt að 6 stiga hiti í nótt og fram eftir morgundegi.
Á sunnudag (jóladagur):
Vestlæg eða breytileg átt, yfirleitt 8-13 m/s. Úrkomulítið NA-lands, annars víða él og slydda eða snjókoma um tíma SA-lands. Frost 0 til 8 stig.
Á mánudag (annar í jólum):
Suðvestanátt og él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Frost 1 til 12 stig, kaldast fyrir norðan.