Jólaúthlutun Velferðarsjóðs í Vogum
Tekið verður á móti umsóknum vegna jólastyrkja úr Velferðarsjóði í Vogum en Kvenfélagið Fjóla, Lionsklúbburinn Keilir og Kálfatjarnarkirkja standa að sjóðnum.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 2. desember 2022. Umsækjendur þurfa að vera búsettir í Vogum og hafa þar lögheimili. Umsókn þarf að fylgja búsetuvottorð og staðgreiðsluskrá fyrir þann sem sækir um. Ef um hjón/sambúðarfólk er að ræða þá þurfa báðir aðilar að skila inn staðgreiðsluskrá. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila á netfangið: [email protected]