Jólatrukkar Coca-Cola í Reykjanesbæ
Jólatrukkar Coca-Cola verða við Nettó í Reykjanesbæ í dag milli kl. 17-19. Þeir koma við á öllum stærri verslunarkjörnum landsins næstu daga og vikur fram að jólum.
Jólatrukkar Coca-Cola eru innfluttir frá Bandaríkjunum og sérhannaðir til að skapa jólastemningu þar sem þeir eru skreyttir jólaljósum og ríkulega útbúnir. Annar jólatrukkurinn er helgaður stofu jólasveinsins þar sem yngsta kynslóðin getur fengið mynd af sér með sjálfum jólasveininum. Í hinum jólatrukknum er áhugasömum boðið að spreyta sig á nýjustu Playstation Move leikjunum, sem byggja á hreyfingu leikmanna.