Jólatrésala Keilis hafin
Jólatrésala Kiwanisklúbbsins Keilis hófst á föstudaginn. Að þessu sinni fer hún fram í húsakynnum Húsasmiðjunnar og Blómavals á Fitjum en þessir aðilar ákváðu að eiga með sér samstarf í ár.
Kiwanismenn hafa um árabil staðið fyrir jólatréssölu en söluandvirðið rennur í styrktarsjóð klúbbsins sem síðan er notaður til ýmissa velferðarmála.
Eins og sést á meðfylgjandi mynd Ellerts Grétarssonar þurfa menn stundum að taka vel á því þegar koma á fullorðins jólatrám í netið.